Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20.7.2024 11:31
„Ég var rétta konan á réttum tíma“ „Það skiptir miklu máli að hafa breitt bak og geta staðið með sjálfri sér,“ segir framleiðandinn Alexandra Sif Tryggvadóttir, sem er búsett í New York og starfar hjá risanum Spotify. Alexandra er fædd í Los Angeles og hefur alla tíð haft annan fótinn úti en henni finnst mikilvægt að halda alltaf góðum tengslum við Ísland. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin erlendis. 20.7.2024 07:00
Myndaveisla: Almennilegt rigningardjamm á Kótelettunni Það var gríðarleg stemning á útihátíðinni Kótelettunni á Selfossi um helgina þar sem úrval tónlistarfólks steig á stokk. Uppselt var á hátíðina og skemmtu gestir sér vel í stanslausri rigningu fram á rauða nótt. 15.7.2024 15:31
Stjörnum prýdd dómnefnd í Ungfrú Ísland Þann 14. ágúst næstkomandi keppast 25 stúlkur um titilinn Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og dómnefnd er skipuð fimm stórstjörnum. 15.7.2024 13:05
Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13.7.2024 11:31
Dreymir um eigið kanínuathvarf Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum. 11.7.2024 09:01
Iceguys dansandi í handjárnum Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 10.7.2024 10:54
Kanónur með listræna þrennu á Flateyri Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson. 10.7.2024 10:01
Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi. 10.7.2024 09:01
Retro Stefson koma aftur saman Hljómsveitin Retro Stefson hefur verið starfrækt frá árinu 2006 en þó ekki komið opinberlega fram sem sveit í átta ár. Nú er það að breytast en fréttamaður hitti á nokkra meðlimi sveitarinnar og fékk að heyra frá risastórri tilkynningu. 10.7.2024 07:00