Trylltust við taktinn í barokkbúningum Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. 14.10.2025 16:02
„Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir markaðs- og viðburðastýran Ósk Gunnarsdóttir sem átti vægast sagt viðburðaríka helgi í Chicago þar sem hún tók þátt í maraþoni sem endaði með trúlofun. 14.10.2025 14:28
Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp „Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London. 14.10.2025 07:02
Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Helgin var sannarlega viðburðarík hjá íslensku stórstjörnunni og tónlistarkonunni Bríeti. Hún var að frumsýna tónlistarmyndina Minningar á Listasafni Reykjavíkur, stóð fyrir hátíðarsýningum í Bíó Paradís og tróð upp á næturklúbbnum Auto í kjölfarið. Allt þetta er hluti af því að kveðja plötuna Kveðja, Bríet sem kom út fyrir sléttum fimm árum og er einhver stærsta plata íslenskrar tónlistarsögu. 13.10.2025 11:33
„Það er ekkert sem brýtur mann“ „Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna. 12.10.2025 07:00
Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum „Tíska spilar stórt hlutverk í heildarmyndinni af því að gefa út músík,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem hefur alla tíð farið eigin leiðir í tískunni og klæðaburður hans hefur alltaf átt í samtali við tónlistina hans. Gauti, sem var að gefa út plötuna Stéttin, ræddi við blaðamann um tískuna og tónlistina. 10.10.2025 07:02
Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala „Við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir drauma brúðkaupið,“ segir hin nýgifta Rós Kristjánsdóttir gullsmiður sem gekk að eiga sinn heittelskaða Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala á dögunum. Blaðamaður ræddi við hana um þennan ógleymanlega dag. 9.10.2025 07:04
Enginn í joggingbuxum í París „Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er,“ segir viðskiptafræðineminn Sara Kamban sem er búsett í frönsku höfuðborginni og nýtur þess í botn. Hún ræddi við blaðamann um Parísarlífið. 8.10.2025 12:13
Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa „Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir. 7.10.2025 20:00
Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Það var mikil gleði um helgina í verslun 66°Norður á Hafnartorgi þegar fyrirtækið hélt hlaupaviðburð ásamt vörumerkinu R8iant sem er í eigu tónlistarmannsins Aron Can. Frægir feður, hlaup og nóg af söltum og steinefnum einkenndu þessa morgunstund. 7.10.2025 14:02