Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“

„Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi.

Strangheiðarleg dreifbýlistútta og lopa­peysan í upp­á­haldi

Lífskúnstnerinn Ingunn Ýr Angantýsdóttir hefur gaman að því hvað tískan getur verið óútreiknanleg. Hún er tveggja barna móðir búsett í Ólafsvík og lýsir sjálfri sér sem strangheiðarlegri dreifbýlistúttu á Snæfellsnesi. Ingunn Ýr er með einstakan og glæsilegan stíl en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

„Elska að hafa skipu­lagt kaos“

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar stendur á tímamótum þar sem hún og kollegi hennar Magnea eru að opna nýja verslun við Hafnartorg. Þær fögnuðu opnuninni með pompi og prakt í gær og hafa síðustu dagar því verið mjög viðburðaríkir en Aníta gaf sér þó tíma til að opna tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

Fögnuðu ís­lenskri tón­list við fjöruga opnun

„Áfram íslensk tónlist,“ sagði María Rut framkvæmdastjóri nýrrar tónlistarmiðstöðvar við opnun. Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í Reykjavík. Á eftir var opið hús þar sem gestir gátu hitt starfsfólk miðstöðvarinnar og skoðað nýjar höfuðstöðvar.

Seldi upp á út­gáfu­tón­leika án út­gáfu

Síðastliðinn laugardag hélt tónlistarmaðurinn og rapparinn ISSI útgáfutónleika í Gamla Bíó fyrir væntanlega plötu sína 21. Platan er enn óútgefin en uppselt var á tónleikana.

„Spyr mig oft hvort öll þessi vinna sé þess virði“

„Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og klæðnaði en bjóst seint við að taka áhugamálið á þetta stig,“ segir fatahönnuðurinn Björn Hugason. Hann mun frumsýna fatalínu undir sama nafni á Hönnunarmars í Kiosk, Grandagarði 35 næstkomandi fimmtudag.

List­ræn súkkulaðiupplifun og girni­legt smakk

Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom.

Menningar­lífið iðar og HönnunarMars hefst á morgun

HönnunarMars hefst með glimmeri, pompi og prakt á morgun við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu klukkan 17:00. Menningarunnendur geta sótt fjöldann allan af viðburðum á næstu dögum og stendur hátíðin fram á sunnudag. 

Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár.

Sjá meira