Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Væri teiknimyndapersóna í full­komnum heimi

„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

Sjarmerandi rað­hús í 105

Áhrifavaldurinn og verkefnastjórinn Bára Ragnhildardóttir hefur sett sjarmerandi raðhús sitt á sölu. Eignin er í Ásholti 8, 105 Reykjavík og er rúmir 140 fermetrar. 

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

„Ó­ljósir, fal­legir og stundum ó­þægi­legir hlutir“

„Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Ég var ekki stoppa og pæla of mikið heldur bara að treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni,“ segir tónlistarkonan Gugusar sem gaf nýverið út plötu og stendur fyrir allsherjar partýtónleikum á Auto í lok júlí.

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

„Yndis­legir vinir gáfu okkur saman í plötu­búð“

„Logi fékk þá hugmynd að halda brúðkaupið okkar á bar og ég var nú ekki alveg að kaupa þá hugmynd sagði eiginlega bara nei, sem er fyndið því athöfnin endaði á því að vera í plötubúð sem er jú líka bar,“ segir hin nýgifta Rebekka Ellen Daðadóttir um óhefðbundið og einstaklega fallegt brúðkaup sitt.

Sögu­legt sveita­ball í hundrað ár

Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni.

Ó­missandi göngu­leiðir sem þú verður að prófa

„Ég nærist á orkunni í náttúrunni og er þessi týpa sem er með milljón landslagsmyndir í símanum mínum. Við erum svo nýbúnar að setja á laggirnar gönguhóp sem kallast Gelluvaktin,“ segir framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz sem er einn mesti göngugarpur sumarsins.

Sjá meira