Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir árekstur á Suðurlandsvegi nú síðdegis. Ökumaður bifreiðar sem var að keyra Suðurlandsveginn keyrði inn í hliðina á öðrum bíl sem var að beygja inn á veginn með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi valt. 8.9.2025 18:20
Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. 8.9.2025 15:33
Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Nýtt leikár hófst í Borgarleikhúsinu í kvöld. Nýr leikhússtjóri segir met hafa verið slegið í sölu á áskriftarkortum þetta árið og fram undan sé viðburðaríkt leikár. 5.9.2025 23:45
Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. 5.9.2025 23:15
Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Óprúttnir aðilar eru sagðir hafa klippt bremsuvíra á reiðhjólum barna í Stykkishólmi. Lögregla hyggst auka eftirlit við grunnskóla bæjarins vegna þessa og vera þar sýnilegri. Þá hefur verið bætt í öryggismyndavélakerfið á skólalóðinni. 5.9.2025 21:16
Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. 5.9.2025 19:09
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5.9.2025 17:28
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1.9.2025 23:41
Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu. 1.9.2025 21:45
Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar bíður eftir því að rússneskt fiskiskip með veikan skipverja færi sig nær landinu. Tilkynning barst fyrst um veikindin í morgun en skipið var þá staðsett djúpt norðaustur af landinu. 1.9.2025 21:15