Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

21,6 milljónum króna ríkari

Einn heppinn miðahafi vann 21.552.900 krónur í gær þegar hann hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu en vinningstölur kvöldsins voru 15 21 23 33 40.

Hand­leggs­brotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum

Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.

Slegist um hjálpar­gögn á Haítí

Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna.

Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum

Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.

Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla

Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um til­hög­un skóla­halds á næstu vik­um en kennsla á að hefjast næsta mánu­dag­.

Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku

Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil.

Sjá meira