Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26.5.2021 15:30
Bólusetning dugi ekki til að stöðva núverandi bylgju faraldursins í Bandaríkjunum Yfirstandandi bólusetningar munu ekki duga til að stöðva núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum að sögn vísindamanna. Nauðsynlegt er að viðhalda ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju. 26.5.2021 12:03
Íbúðaverð haldi áfram að hækka og stýrivextir fari í 3,25 prósent Reikna má með áframhaldandi hækkunum á íbúðaverði og 2,7% hagvexti í ár ef marka má nýja þjóðhagsspá Íslandsbanka. Telur bankinn að atvinnuleysi verði komið í eðlilegra horf árið 2023 og stýrivextir komnir í 3,25% í lok sama árs. 26.5.2021 10:22
Tvö börn létust í eldsvoða í Danmörku Tvö börn á aldrinum sjö og ellefu ára létust í eldsvoða í Danmörku í nótt þegar eldur kviknaði í íbúðahúsi í Hobro á norðanverðu Jótlandi. 24.5.2021 14:48
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til vegna slyss á Mýrdalsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan vélsleðamann á Landspítalann í Fossvogi á öðrum tímanum en ekki liggur fyrir hvort hann sé alvarlega slasaður. 24.5.2021 13:48
Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. 24.5.2021 12:16
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24.5.2021 08:52
„Við skulum vona að þetta leiðindaástand sé að klárast“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk boð um 82 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring. Þar af voru 28 forgangsverkefni og tvö í tengslum við Covid-19. Dælubílar voru kallaðir út tvisvar sinnum á sunnudag og aðfaranótt mánudags. 24.5.2021 07:59
Hækkandi hitatölur og allt að sautján stig í vikunni Útlit er fyrir austlæga eða breytileg átt í dag, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Þá er spáð þremur til átta metrum á sekúndu, hita þrjú til tólf stig og mildast suðvestanlands. 24.5.2021 07:38
Ekki sama hvar eða hvenær fjölskyldan hyggst dýfa tánum í náttúrubað Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu ferðamannastaða hérlendis á síðustu árum og enn bætist í flóru baðstaða sem er ætlað að bjóða upp á eitthvað annað en hina hefðbundnu sundlaugaupplifun. 22.5.2021 11:00