Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. 17.2.2021 20:51
Breyta fyrirkomulagi upplýsingafunda og þakka samstöðu þjóðarinnar Frá því í október hefur fréttamönnum verið óheimilt að vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna og landlæknis af sóttvarnarástæðum og í stað þess tekið þátt í fundunum í gegnum fjarfundarbúnað. 17.2.2021 19:18
Nafn mannsins sem var ráðinn bani um helgina Maðurinn sem var skotinn til bana í Rauðagerði um helgina hét Armando Beqirai og var fæddur árið 1988. Hann lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn. 17.2.2021 18:11
Reynir Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Valitor Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor en á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. 17.2.2021 17:27
Ræða hvort endurskoða þurfi vopnareglur lögreglu Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. 17.2.2021 09:09
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16.2.2021 22:57
Þurftu að koma vél Landhelgisgæslunnar í skjól þegar eldfjall fór að gjósa Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þurfti að hafa hraðann á síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna byrjaði skyndilega að gjósa. 16.2.2021 21:54
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16.2.2021 18:30
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15.2.2021 23:27
Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. 15.2.2021 22:58