Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Guðbrandur, sem oftast er kallaður Bubbi að því er segir í tilkynningunni, er fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. 3.4.2021 10:54
Opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum á morgun Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag. 3.4.2021 10:03
Gular viðvaranir, erfið færð og lélegt skyggni við gosstöðvarnar Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi á Norður og Austurlandi í dag. Síðdegis er aftur á móti viðbúið að snúi í norðanátt með talsverðri snjókomu og færð fer versnandi á norðanverðu landinu að því fram kemur í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir taka víða í gildi í dag. 3.4.2021 09:55
Bjargaði ketti úr vörulyftu Erilsamt hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Slökkviliðið sinnti fimm dælubílaverkefnum en seinni partinn í gær var til að mynda óskað eftir aðstoð slökkviliðsins vegna kattar sem sat fastur uppi í vinnulyftu. Kisi ku hafa verið sáttur við að komast niður að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins. 3.4.2021 09:29
Létu þriggja og fimm ára stúlkubörn falla niður fjögurra metra háan landamæravegg Bandaríska landamæragæslan birti í gær myndband sem sýnir hvar tvö börn eru látin detta yfir rúmlega fjögurra metra háan vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Börnin tvö eru systkini frá Ekvador og talið er að smyglarar hafi verið að verki. 1.4.2021 16:24
3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar. 1.4.2021 15:09
Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. 1.4.2021 13:59
Sýn hf. selur félag í Færeyjum og fjarskiptainnviði fyrir milljarða Fjarskiptafélagið Sýn hf. hefur undirritað samning um sölu á hlut félagsins í færeyska hlutdeildarfélaginu P/F 20.11.19. fyrir sem nemur rúmum einum milljarði króna. Sýn átti 49,9% hlut í félaginu. Þá hefur Sýn einnig samið um sölu á óvirkum fjarskiptainnviðum félagsins fyrir rúma sex milljarða. 1.4.2021 13:31
Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. 1.4.2021 12:55
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1.4.2021 12:48