Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Niemann stefnir Carl­sen og krefst 15 milljarða króna

Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.

„Áfram hef ég trú á þessari þjóð“

Í dag eru liðin tíu ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. Formaður Stjórnarskrárfélagsins efast um að fólki þyki eðlilegt að bíða í tíu ár eftir nýrri stjórnarskrá sem þjóðin hafi samþykkt. Fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði segir Alþingi ekki hafa virt vilja þjóðarinnar.

Net­flix bætti upp á­skrif­enda­tap ársins á þriðja árs­fjórðungi

Netflix bætti við sig meira en tveimur milljónum áskrifenda á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Bætingin kemur eflaust einhverjum á óvart en streymisveitan missti tvö hundruð þúsund áskrifendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og nærri eina milljón áskrifenda á öðrum ársfjórðungi.

Ás­­mundur Einar Daða­­son skipar þrjá nýja skrif­­stofu­­stjóra

Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Hallgerður Kolbrún var í héraðsdómi. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 ásamt ýmsu öðru.

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

Sjá meira