
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag
Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu.
Ritstjóri
Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu.
Skjálftar og kórónuveiran eru enn í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður við sérfræðing frá Veðurstofu Íslands í beinni útsendingu um nýjustu vendingar á Reykjanesi, kvikusöfnun er enn í gangi og ný spenna safnast upp um leið.
Allir sem eru 79 ára til 81 árs á höfuðborgarsvæðinu, fæddir á árunum 1940-1942, fengu boð um bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku.
Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun.
Von er á níutíu þúsund skömmtum af bóluefni til landsins fram í lok mars að sögn sóttvarnalæknis. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann er ánægður með árangurinn innanlands síðustu vikur en óttast bakslag vegna smits frá landamærum. Hann skilaði inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum um hertar aðgerðir þar.
Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu.
Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í borginni eru nú 25 þúsund þjóðvarðliðar við störf í vegna embættistöku Joes Biden á morgun.
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni framhjá samningum ESB að sögn sóttvarnalæknis. Hann bindur ennþá vonir við að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag.
Þrjú andlát eftir bólusetningu við Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við yfirlækni á Grund sem segir mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum.