Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar

Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 

Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans.

Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga

Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hefur margfaldast á síðustu tíu árum, þrátt fyrir aukna meðvitund um skaðsemi lyfjanna og hertar reglur. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og í Kompás að loknum fréttum.

Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilis­­leit hjá Katt­holti

Mikill kattaskortur virðist vera hér á landi og stefnir ekki í að það muni draga úr eftirspurninni á næstunni. Dæmi eru um að venjulegir kettlingar seljist fyrir tugi þúsunda og er jafnvel mikil eftirspurn eftir eldri köttum. Aðeins einn köttur er nú í heimilisleit hjá Kattholti.

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur

Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar.

Sjá meira