Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Sjúkra­tryggingar stilla tal­­meina­­fræðingum upp við vegg

Sjúkratryggingar Íslands munu fella tveggja ára starfsreynsluákvæði úr samningi við talmeinafræðinga og verður núgildandi samningur framlengdur um sex mánuði, án ákvæðisins, og sá tími nýttur til að fara mál á borð við forgangsröðun. Formaður Félags talmeinafræðinga segist upplifa það að þeim sé stillt upp við vegg en forstjóri Sjúkratrygginga segir mikilvægt að ræða og tryggja gæði þjónustunnar. 

Hluti nemenda fær að mæta í Seljaskóla á morgun

Seljaskóli opnar aftur á morgun að hluta en tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að skólanum yrði lokað fram á mánudag vegna fjölda kennara og nemenda sem höfðu smitast. Fimm árgangar fá að mæta aftur á morgun en aðrir þurfa að vera heima. Staðan verður metin aftur á morgun.

Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið

Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. 

Erfið staða innan skóla­kerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“

Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi.

Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum

Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum.

Sjá meira