Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dofin eftir svefn­lausa nótt

Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir manna vinna allan sólarhringinn við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn á Reykjanesi. Þá var vinnuvegur lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vinna við lagningu hjáveitulagnar við Njarðvíkuræð gekk vel og örugglega fyrir sig í nótt. Um 50 manns unnu að framkvæmdum í nótt og nýjar vaktir taka síðan við keflinu í dag. Þjónusta í Reykjanesbæ verður skert næstu daga en skólahald er til skoðunar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nóg er af rafmagni á Suðurnesjum að sögn forstjóra HS Veitna og geta stofnanir og fyrirtæki haldið áfram starfsemi sinni og bætt rafmagnsofnum við sig. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna á sjötta tímanum. Leggja á nýja heitavatnslögn frá Svartsengi og eru framkvæmdir þegar hafnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Afar umfangsmikil framkvæmd við lagningu nýrrar hjáveitulagnar á Suðurnesjum er hafin eftir að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur í gær. Við förum yfir stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu

„Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.

Viðbragðslúðrar ómuðu við Svarts­engi

„Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sjá meira