Rúnar frá Marel til Aquatiq Rúnar Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aquatiq á Íslandi. Rúnar hefur starfað fyrir Marel í kvartöld. 4.1.2024 13:46
Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4.1.2024 13:28
Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4.1.2024 11:08
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4.1.2024 10:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í áramótaávarpi sínu í dag að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir forsetakosningar í sumar. Margir landsmenn segjast munu sakna Guðna en aðrir segja ákvörðunina engu skipta. 1.1.2024 18:00
Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1.1.2024 14:48
Hádegisfréttir á Bylgjunni Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni í nótt. Enginn leitaði þó á bráðamóttöku vegna áhrifa hennar. Við förum yfir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 1.1.2024 11:27
Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31.12.2023 12:12
Hádegisfréttir Stöðvar 2 Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti víða á höfuðborgarsvæðinu í ár. Þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir svekkjandi að geta ekki kvatt gamla árið með brennu. Við ræðum við íbúa Kópavogs og Hafnarfjarðar í hádegisfréttum á Stöð 2. 31.12.2023 11:36
Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. 31.12.2023 10:11