Einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist. 9.12.2023 10:42
Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. 8.12.2023 21:01
Starfskonur lögreglunnar leigðu strippara í Auschwitz Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru til skoðunar vegna máls sem upp kom í kjölfar vinnuferðar til Auschwitz í Póllandi í nóvember. Kynningarfulltrúi embættisins segir málið litið alvarlegum augum. 8.12.2023 20:16
Landsréttur dæmir Magnús Aron í sextán ára fangelsi Landsréttur hefur dæmt Magnús Aron Magnússon, 22 ára karlmann, í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni fyrir utan heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. 8.12.2023 14:11
Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. 8.12.2023 14:00
Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8.12.2023 13:46
Gróðureldar um allan heim og asahláka á allra vörum Árið byrjaði eins og það síðasta endaði: Með mestu kuldatíð í manna minnum. Svo tók við hin margumtalaða asahláka, sem setti samfélagið á Suðvesturhorni landsins nánast á hliðina. Svo var vont veður og lægðir fram á sumar og fjöldamörg snjóflóð féllu á Austfjörðum. 6.12.2023 07:01
„Það vísar enginn nauðstöddum á dyr án þess að drepa hluta af sjálfum sér“ „Um fátt er ég fullkomlega sannfærður en þetta þykist ég vita. Það vísar enginn nauðstöddum á dyr án þess að drepa hluta af sjálfum sér. Þessu verður að linna meðan enn er eitthvað eftir af okkur til þess að bjarga.“ 5.12.2023 17:14
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5.12.2023 16:39
Sjötíu og níu starfsmönnum Controlant á Íslandi var sagt upp Sjötíu og níu starfsmenn Controlant á Íslandi misstu vinnuna í hópuppsögn í nóvember. Um var að ræða einu hópuppsögnina sem tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði. 5.12.2023 14:24