„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16.5.2023 11:15
Verið að fremja árásir á íslenska vefi Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. 16.5.2023 10:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Við ræðum við formanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.5.2023 17:57
Telur leiguverð of lágt og boðar hækkun Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði sé einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann segir leiguverð of lágt og boðar hækkun. 14.5.2023 13:22
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum króna á hvalveiðum á árunum 2012 til 2020. Á sama tíma hagnaðist félagið um þrjátíu milljarða á öðrum fjárfestingum, ótengdum útgerð. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við lögmann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem segir einsýnt að stöðva verði hvalveiðar hið snarasta. 14.5.2023 11:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Kona sem mætti á mótmælin segir fáránlegt að stýrivextir hafi verið hækkaðir marga mánuði í röð til þess eins að þrýsta á fólk að taka verðtryggð lán. 13.5.2023 18:01
Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. 9.5.2023 14:01
Jafn miklar fjárhagsáhyggjur og þegar hann átti ekkert Athafnamaðurinn Steinarr Lár segist hafa jafn miklar fjárhagsáhyggjur nú og þegar hann var blankur. Áhyggjurnar beinist fyrst og fremst að því hvað hann eigi að gera við eignir sínar og hvernig hann á að sinna þeim. 9.5.2023 13:30
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9.5.2023 11:45
Fær bætur vegna einangrunar í máli tengdu amfetamínframleiðslu Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Einari Jökli Einarssyni, sem var sakfelldur fyrir framleiðslu á amfetamíni í Borgarfirði, 750 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við rannsókn á öðru fíknefnamáli. Hann hafði farið fram á 3,4 milljónir króna í bætur. 9.5.2023 08:48