„Ríkissáttasemjari að reyna að auka valdheimildir sínar“ Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. 29.1.2023 12:02
Hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils sáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra en hún birti bréf þess efnis á Facebook síðu sinni. Hún segir traust verkalýðsfélaga til ríkissáttarsemjara skert og framferði hans óþolandi. 29.1.2023 09:44
Undarleg hljóð reyndust húsráðandi að berja svínakjöt með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi vegna háværra dynkja sem bárust frá íbuð í hverfi 105. Þegar á vettvang var komið kom í ljóst að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar. Húsráðandi var að berja svínakjöt með kjöthamri með tilheyrandi látum. 29.1.2023 09:35
Sprengisandur: Ný þjóðarhöll, kjaradeilur og hatursorðræða Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka. Hann ætlar að rekja starfssögu sína. 29.1.2023 09:20
„Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28.1.2023 19:31
Ofbeldi gegn mótmælendum örvæntingarfull tilraun til að halda völdum Fjórir hafa verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælum í Íran. Mótmælin eru meðal þeirra verstu sem brotist hafa út síðan klerkaveldið var stofnað fyrir rúmum fjörutíu árum. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist afleiðingar mótmælanna. 28.1.2023 18:31
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28.1.2023 13:22
Fljótel meðal sýnisgripa á ferðaþjónustuhátíð Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs. 27.1.2023 20:38
HÍ vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða. 27.1.2023 09:55
Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina. 24.1.2023 20:32