Bankastjóri: Vanskil hjá fyrirtækjum aukast og raunvaxtastig er of hátt Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði. 22.4.2024 10:25
Ölgerðin er „sóknarfyrirtæki“ án þaks á möguleikum til vaxtar Ölgerðin hefur vaxið um 73,5 prósent á ári undanfarin þrjú ár. Það þykir „okkur vel af sér fyrir 111 ára gamalt fyrirtæki,“ sagði forstjóri félagsins sem boðaði áframhaldandi sókn. „Við erum sóknarfyrirtæki.“ 19.4.2024 17:40
Spá minni hagnaði hjá bönkum og að þeir nái ekki arðsemismarkmiði Greinendur telja að hagnaður viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast saman á fyrsta ársfjórðungi um ellefu og 16 prósent milli ára að jafnaði. Þeir spá því að bankarnir nái ekki markmiði sínu um arðsemi eiginfjár á ársfjórðungnum. 18.4.2024 16:11
Óttast að stýrivextir lækki seinna vegna lítils aðhalds í fjármálaætlun Við fyrstu sýn er ekki hægt að segja að tiltrú fjárfesta á að ríkið sé að styðja við peningastefnu Seðlabankans muni aukast við þessa fjármálaáætlun, segir sjóðstjóri skuldabréfa sem telur að það gæti farið svo beðið verði með að lækka stýrivexti fram á næsta ár í ljósi þess hve lítið aðhald er í ríkisfjármálum. 17.4.2024 14:01
WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator. 16.4.2024 18:42
Óvenjumiklar sveiflur í neysluvenjum viðskiptavina Domino's Árið 2023 í rekstri Domino‘s litaðist af óvenjumiklum sveiflum í neysluvenjum fólks og krefjandi rekstrarumhverfis. „Það er ljóst að hækkun bæði verðbólgu og stýrivaxta hafði þau áhrif að viðskiptavinir leituðu í auknum mæli í ódýrari kosti á matseðli,” segir forstjóri Domino‘s. 16.4.2024 14:56
Á „erfitt með að sjá“ að fjármálastarfsemi Skaga vaxi jafn hratt og stefnt sé að Hlutabréfagreinandi á „erfitt með að sjá“ hvernig tekjur af fjármálastarfsemi Skaga geti numið fjórum milljörðum króna árið 2026 og þannig tæplega fjórfaldast á fáeinum árum. Hann er jafnframt ekki sannfærður um að samlegð með tryggingarekstri og rekstri fjárfestingarbanka sé jafn mikil stjórnendur Skaga telja. 15.4.2024 15:52
Heitt hagkerfi heldur innlendu matvælaverði upp en það lækkar erlendis Verðbólga alþjóðlega í matvælum hefur farið lækkandi og er á svipuðum slóðum og áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Minni verðhækkanir á matvælum í Evrópu hefur verið fleytt áfram til íslenskra neytenda en innlend matvæli hafa hækkað umtalsvert. Hérlendis er nefnilega enn eftirspurnarþrýstingur, segja hagfræðingar. 11.4.2024 14:32
Eimskip og Mærsk fylgjast að í miklum gengislækkunum Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda. 10.4.2024 13:22
Reglugerða-verðbólga „sérlega íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hagsmunagæsla fyrir íslenskt atvinnulíf gagnvart íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu sé umfangsmikil vinna sem ekki verði sinnt af einum starfsmanni í Brussel. Hún bendir á að reglugerða-verðbólgan, bæði sú evrópska og íslenska, hafi í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir fyrirtæki og sé einkum íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. 9.4.2024 17:01