Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bank­­­a­­­stjór­­­i: Van­sk­­il hjá fyr­ir­tækj­um auk­ast og raun­­­vaxt­­­a­­­stig er of hátt

Vanskil fyrirtækja vaxa frá mánuði til mánaðar. Bankastjóri Arion banka segir að raunvaxtastig sé orðið of hátt og óttast að fyrirtæki verði nauðbeygð að segja upp starfsfólki. Fyrir vikið gæti atvinnuleysi aukist. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þurfi að taka tillit til þess við vaxtaákvarðanir að áhrif þeirra komi ekki fram að fullu fyrr en eftir 18 mánuði.

WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól

Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator.

Eim­skip og Mærsk fylgj­ast að í mikl­um geng­is­lækk­un­um

Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda.

Regl­u­gerð­a-verð­bólg­a „sér­leg­a í­þyngj­and­i fyr­ir lít­il og með­al­stór fyr­ir­tæk­i“

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hagsmunagæsla fyrir íslenskt atvinnulíf gagnvart íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu sé umfangsmikil vinna sem ekki verði sinnt af einum starfsmanni í Brussel. Hún bendir á að reglugerða-verðbólgan, bæði sú evrópska og íslenska, hafi í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir fyrirtæki og sé einkum íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Sjá meira