Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í­trek­að bent á að gull­húð­un ESB regln­a drag­a úr sam­keppn­is­hæfn­i

Samtök iðnaðarins (SI) fagna skipan starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun og telja tímabært að horft verði til samkeppnishæfni Íslands við hvers kyns lagasetningu, hvort sem um ræðir innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES, eða séríslensk lög. Samtökin nefna átta dæmi um gullhúðun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og vekja athygli á að upptalningin sé ekki tæmandi.

Bak­slag í vænt­ing­ar um hrað­a lækk­un verð­bólg­u og vaxt­a

Fram að nýjustu verðbólgumælingu í morgun, sem sýndi talsvert meiri verðbólgu en greinendur höfðu reiknað með, höfðu skuldabréfafjárfestar í auknum mæli verið farnir að veðja á nokkuð hraða lækkun verðbólgu og vaxta á komandi mánuðum. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hækkuðu því skarpt í dag og áhyggjur peningastefnunefndar Seðlabankans af „þrálátri verðbólgu virðast vera að rætast,“ að mati sjóðstjóra.

Til­raun­a­bor­an­ir hafn­ar í Sádi-Arab­í­u á veg­um Reykj­a­vík Ge­ot­herm­a­l

Félag sem Reykjavík Geothermal (RG) á stóran hlut í hefur hafið boranir á 400 metra tilraunaholu í Sádi-Arabíu. Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður RG, segir að það sé verið að kanna möguleika á að nýta jarðhita til að kæla húsnæði í Sádi-Arabíu. „Þetta er óhemju spennandi verkefni og er eitt af fyrstu skrefunum til að nýta jarðhita þar í landi.“

Verð­met­ur Play svip­að og í yfir­standandi út­boð­i

Jakobsson Capital metur virði hlutafjár Play svipað og gert er í yfirstandandi hlutafjárútboði flugfélagsins. „Helsti munur á Play og Icelandair liggur í rekstrarstöðugleika og fjármögnunaráhættu,“ segir í nýju verðmati, en greinandi telur áætlanir félaganna um að vera með samanlagt yfir 60 flugvélar í rekstri innan fimm ára vera óraunhæfar.

Vilja ekki að Kría fjár­festi í er­lendum vísisjóðum

Framvís, samtök engla og vísifjárfesta, gera alvarlegar athugasemdir við að samhliða sameiningu Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og sjóðasjóðsins Kríu, fái hinn nýji opinberi sjóður heimild til að fjárfesta í erlendum vísisjóðum. Framvís leggur til að hinn nýji sjóður, Nýsköpunarsjóðurinn Kría, fái ekki heimild til að fjárfesta í einstaka sprotafyrirtækjum í samkeppni við vísisjóði.

Skapa þarf traust á skattframkvæmd en hún hefur verið ó­fyrir­sjáan­leg

Það er til lítils að breyta reglum ef skattayfirvöld beita túlkunum á lagaákvæðum sem samræmast ekki rekstrarumhverfi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði sem er um margt ólíkur öðrum rótgrónari atvinnugreinum, segja Samtök iðnaðarins um fyrirhugaðar breytingar á tekju­skatts­lög­um, sem eiga að ein­falda reglu­verk fyr­ir er­lenda fjár­fest­ingu. „Beiting skattayfirvalda á skattareglum tekur of sjaldan mið af stöðu og raunveruleika sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.“

Hlut­verk sam­einaðs ný­sköpunar­sjóðs of víð­tækt og vilja ekki ríkisforstjóra

Á meðal gagnrýni á frumvarp um sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og sjóðasjóðsins Kríu er að ráðherra skipar forstjóra til fimm ára. Betur færi ef stjórn ráði forstjóra því hún hefur eftirlit með störfum hans. Eins er sagt að hlutverk hins nýja sjóðs sé of víðtækt. „Sögulega séð hafa sjóðir sem eiga að gera allt fyrir alla ekki verið langlífir.“

Hlut­hafar vilja drífa hluta­fjár­aukningu Play af

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.

Set velti fimm milljörðum og sett í söluferli

Fjölskyldufyrirtækið Set á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. Set velti um fimm milljörðum króna í fyrra og jukust tekjur um 33 prósent á milli ára. Að auki voru tekjur erlendra félaga innan samsteypunnar samanlagt um 2,5 milljarðar króna árið 2023.

Sjá meira