Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn. 11.9.2024 06:31
Afkoma Eyris rétti út kútnum eftir að yfirtökutilboð barst í Marel Eftir að hafa tapað samtals nærri hundrað milljörðum samhliða miklu verðfalli á hlutabréfaverði Marels á árunum 2022 og 2023 varð viðsnúningur í afkomu Eyris Invest á fyrri árshelmingi sem skilaði sér í lítilsháttar hagnaði þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist nokkuð milli ára. Virði eignarhlutar Eyris í fjölmörgum fjárfestingafélögum í nýsköpun hélst nánast óbreytt en áður hafði það verið fært niður um marga milljarða. 10.9.2024 06:32
Vonast til að stutt sé í vaxtalækkanir og þær verði „nokkuð hraðar“ Skýr merki eru um að hátt vaxtastig sé farið að þrengja mjög að lántökum, einkum fyrirtækjum, og gangi verðbólgan niður næstu mánuði er útlit fyrir að raunvextirnir muni hækka verulega, segir bankastjóri Íslandsbanka. Hann brýnir peningastefnunefnd Seðlabankans til að vera framsýna í ákvörðunum sínum og telur að aðstæður séu að skapast til að hefja vaxtalækkunarferlið. 9.9.2024 06:30
Hefur „miklar áhyggjur“ af viðvarandi háum verðbólguvæntingum Nýlega birtir þjóðhagsreikningar gefa til kynna að það sé jafnvel enn meiri kraftur í innlendri eftirspurn en peningastefnunefnd Seðlabankans taldi í liðnum mánuði, að sögn varaseðlabankastjóra, en þar hafi bæði samneyslan og fjárfesting verið umfram spár bankans. Viðvarandi háar verðbólguvæntingar séu „mikið áhyggjuefni“ og það þarf skýrari merki um að þær séu að ganga niður til að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferlið. 8.9.2024 15:56
Tveir yfirmenn sjóðastýringar hætta hjá Stefni Báðir forstöðumenn Stefnis yfir hlutabréfum og skuldabréfum, sem hafa starfað hjá félaginu um langt skeið, hafa látið af störfum. Stefnir er eitt umsvifamesta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og stýrir meðal annars stærsta innlenda hlutabréfasjóðnum. 6.9.2024 11:37
Áforma lagningu nýrra sæstrengja til að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi Bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætla í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið felur í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla verulega alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu. 5.9.2024 14:27
Krónan gefur eftir þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi. 5.9.2024 06:32
Stærsti hluthafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaupréttarkerfi Heima Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku. 4.9.2024 15:51
Afkoman hjá Akta við núllið eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið rétt fyrir ofan núllið á fyrri árshelmingi en þóknanatekjurnar jukust samt nokkuð á tímabili sem einkenndist af miklum sveiflum á eignamörkuðum innanlands. Einn af helstu flaggskipssjóðum Akta, sem hefur veðjað stórt á Alvotech, sá eignir sínar halda áfram að skreppa saman samtímis útflæði – þó minna en áður – og verulega neikvæðri ávöxtun. 1.9.2024 12:28
Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta. 31.8.2024 15:42