Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Af­staða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í við­ræðurnar

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir.

Fram­boðs­listi Á­byrgrar fram­tíðar í Reykja­vík norður

Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð hefur nú birt framboðslista sinn í eina kjördæminu sem þau bjóða fram, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson stofnandi flokksins er í fyrsta sæti og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir í öðru.

Þau skipa lista Mið­flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmunum

Snorri Másson leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Sigríður Andersen í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jakob Frímann Magnússon er í öðru sæti í Reykjavík norður og Þorsteinn Sæmundsson í öðru sæti í Reykjavík suður.

Adidas og Ye sættast

Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022.

Teri Garr látin

Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends.

Fella nokkur rekstrar­leyfi fyrir sjókvía­eldi úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi hluta af rekstrarleyfi sem MAST gaf út í febrúar til Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi á þremur svæðum í Ísafjarðardjúpi, Arnarnesi, Kirkjusundi og Sandeyri. Leyfið í Arnarnesi og Kirkjusundi var afturkallað en stendur við Kirkjusund. Rekstrarleyfi til fiskeldis á öðrum þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík, sem gefið var út til Arnarlax í maí síðastliðnum, var einnig afturkallað.

Líkur aukast á eld­gosi í lok nóvember

Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur.

Sjá meira