Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Hæstiréttur Kúbu tilkynnti í gær að fyrrverandi efnahagsráðherra landsins og einn nánasti samstarfsmaður forsetans hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir og spillingu. Hvorki var upplýst um hvað hann hefði sér nákvæmlega til saka unnið né fyrir hvern hann ætti að hafa njósnað. 9.12.2025 10:03
Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Karlmaður um þrítugt lést í árekstri jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót, síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar. 9.12.2025 09:37
Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Stjórnvöld í Litháen lýstu yfir neyðarástandi í dag vegna öryggisógnar sem þau telja stafa af veðurbelgjum sem svífa yfir landamærin frá Belarús, bandalagsríki Rússlands. Ítrekað hefur þurft að loka flugvellinum í Vilníus vegna belgjanna. 9.12.2025 08:48
Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Nágranni þjóðgarðsins í Skaftafelli furðar sig á því að sveitarstjórnin í Hornafirði hafi gefið grænt ljós á tugi tveggja hæða gistihúsa fyrir neðan hann. Upphaflega áttu húsin að vera helmingi færri. 8.12.2025 13:50
Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Íbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. 6.12.2025 07:02
Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. 5.12.2025 16:00
ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. 5.12.2025 12:15
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. 5.12.2025 11:38
Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Verðmætt Fabergé-hálsmen skilaði sér í gærkvöldi út sér þjófi sem gleypti það í skartgripaverslun á Nýja-Sjálandi. Það tók meltingarkerfi mannsins sex daga að sýna lögreglu samstarfsvilja. 5.12.2025 08:25
Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. 4.12.2025 15:13