Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012. 6.8.2021 17:54
Auður bað um að vera klipptur út úr „Ófærð“ Framleiðendur þriðju þáttaraðarinnar af „Ófærð“ hafa orðið við beiðni tónlistarmannsins Auðs um að hann verði klipptur úr úr þáttunum. Fyrr í sumar viðurkenndi hann að hafa farið yfir mörk ungrar konu. 6.8.2021 17:30
Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. 5.8.2021 23:02
Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5.8.2021 21:42
Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. 5.8.2021 20:54
Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. 5.8.2021 19:26
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5.8.2021 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kerfi samfélagsins eru komin að þolmörkum að mati þríeykisins og er ótti um að ef stjórnvöld grípa ekki í taumana gæti skapast sú staða covidsjúklingar fái ekki þá læknisþjónustu sem þeir þurfa á að halda. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.8.2021 18:01
Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5.8.2021 17:46
Engin þyrla tiltæk þegar óskað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna slyss Karlmaður slasaðist þegar fjórhjól hans fór fram af skurðarbarmi í Vestur-Landeyjum skammt frá Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en engin af þremur þyrlum hennar hefur verið til taks í rúman sólarhring vegna bilana. 5.8.2021 17:32
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent