Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. 28.5.2021 23:50
Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum. 28.5.2021 23:00
Björguðu hrossum sem urðu strandaglópar í Þjórsá Björgunarsveitarfólki úr uppsveitum Árnessýslu tókst að koma stóði hrossa sem urðu strandaglópar á sandeyri í miðri Þjórsá á þurrt land í kvöld. 28.5.2021 22:16
Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. 28.5.2021 21:55
Trampolín og hjólhýsi valda tjóni Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni. 28.5.2021 21:07
Natan Dagur komst ekki í lokaúrslitin Þátttöku íslenska söngvarans Natans Dags Benediktssonar í norsku útgáfu hæfileikakeppninnar The Voice lauk í kvöld. Hann var einn fjögurra keppenda í lokaþættinum en hann komst ekki áfram í lokaúrslitin. 28.5.2021 19:37
Björgunarsveitir til aðstoðar vegna fjúkandi lausamuna Beiðnum um aðstoð vegna hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað undir kvöldið. Langflest útköllin eru sögð vegna fjúkandi lausamuna og klæðninga. 28.5.2021 19:18
Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. 28.5.2021 18:59
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28.5.2021 18:20
Kanna hvort úkraínskir embættismenn hafi reynt að hjálpa Trump Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort að hópur úkraínskra núverandi og fyrrverandi embættismanna hafi reynt að hafa áhrifa á bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þeir kunni að hafa dreift misvísandi upplýsingum um Joe Biden til að hjálpa Donald Trump að landa sigri. 27.5.2021 23:44