Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13.3.2024 10:53
„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. 11.3.2024 11:10
Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. 11.3.2024 08:01
Palestínskar konur í broddi fylkingar Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara. 8.3.2024 11:45
„Ekki fleiri íbúafundi!“ Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn. 7.3.2024 22:15
Sviðnir og sótugir stólar eftir eldsvoðann Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum. 7.3.2024 22:05
Strætóáskorunin sem sumir þurfa að standast til að fá bílprófið Formaður Ökukennarafélagsins telur að bæta ætti almenningssamgöngur á svæðinu við Ökuskóla 3. Fólk átti sig hreinlega ekki á því hvað þurfi að gera til að komast upp í húsnæðið, sem er í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Við spreyttum okkur á ferðalaginu í Íslandi í dag. 28.2.2024 11:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir stöðuna í myndveri í beinni útsendingu. 25.2.2024 18:20
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25.2.2024 16:26
Hádegisfréttir Bylgjunnar Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. 25.2.2024 11:55
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent