Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Fjölmenn mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna brottvísunar Oscar Anders Bocanegra Florez, sautján ára drengs frá Kólumbíu. 26.5.2025 15:55
„Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Kvikmyndahátíðin FILMA verður haldin í annað sinn dagana 27. til 29. maí næstkomandi í Bíó Paradís. Nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands sýna þar verk sín. Í vor útskrifast fyrsti árgangur deildarinnar og eru þá nemendur að útskrifast í fyrsta sinn með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. 26.5.2025 15:12
Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. 26.5.2025 14:11
Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur afnumið tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Samhliða verður skipaður starfshópur til að móta tillögur um hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Formaður Félags heimilislækna fagnar ákvörðuninni. 26.5.2025 14:05
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26.5.2025 08:55
Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. 24.5.2025 07:29
Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. 23.5.2025 08:09
NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. 23.5.2025 06:41
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23.5.2025 06:32
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22.5.2025 10:21