Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Al­gengast að ó­ljósar starfs­lýsingar valdi tog­streitu og gremju

Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki.

Ballið búið í Blá­fjöllum í vetur

Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl.

Best að bíða með að birta tásu­myndirnar þar til heim er komið

Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. 

Um 80 pró­sent vilja að gjöld út­gerða taki mið af raun­veru­legu afla­verðmæti

Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum.

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

„Ég er bara ör­væntingar­full“

Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn.

NEL telur orð­færi lög­reglu­manna ekki til­efni til endur­upp­töku

Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóð­töku

Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, MAST, segir rannsókn stofnunarinnar á illri meðferð á hryssum í blóðmerahaldi lokið. Við skoðun stofnunarinnar hafi fundist alvarlegt frávik en að í flestum tilfellum hafi verið um einn sama einstaklinginn að ræða. Búið sé að koma í veg fyrir að þessi aðili komi að meðferð hrossa aftur.

Sjá meira