Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Íslenskir þjóðbúningar eru í mikilli tísku um þessar mundir enda mikil aðsókn að allskonar þjóðbúningasaumanámskeiðum. 23 ára strákur á Akureyri, sem hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig segir fátt skemmtilegra en að sitja við saumavélina og sauma búninga. 13.10.2025 20:03
430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum „Gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni“ í skólastarfi voru aðal málin á tveggja daga haustþingi kennara á Suðurlandi. Formaður Kennarafélags Suðurlands treystir sér ekki til að segja um hvort banna eigi símanotkun eða ekki í sunnlenskum skólum. 12.10.2025 20:03
Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Skrúðganga í þjóðbúningum í fylgd fornbíla verður einn af hápunktum dagsins á Eyrarbakka í dag því þar stendur Þjóðbúningafélag Íslands og Byggðasafnið á staðnum fyrir hátíðin, sem nefnist „Þjóðbúningar og skart“. 12.10.2025 12:15
Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Það gengur mikið á í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar eru barneignir og sauðfjárrækt í aðalhlutverki, sem leiðir til hvers konar misskilnings eins og vera ber í góðum gamanleik, sem leikdeildin í sveitinni er að setja upp. 11.10.2025 20:06
Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Það iðar allt af lífi og fjöri þar sem gleðin er í fyrirrúmi í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram Regnbogahátíð, sem er samfélagshátíð íbúa í Mýrdalshreppi. 11.10.2025 12:16
Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí. 8.10.2025 19:40
Kyngreint nautasæði kemur vel út Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið. 7.10.2025 15:04
Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun. 7.10.2025 07:44
Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Prestur og prófastur á Suðurlandi ræður sér vart yfir spenningi að bíða eftir því að Hrútaskráin komi út enda segir hann að skráin sé eitt af helgiritum heimilisins áður en fengitíminn hefst. Sjálfur er klerkurinn með um 100 fjár. 4.10.2025 20:31
Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér. 28.9.2025 20:04