Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vísna­bók gefin til nýrra Hver­gerðinga frá Hveragerðisbæ

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við að keyra út jólagjöf til barna, sem fæddust á árinu í Hveragerði. Um er að ræða Vísnabók barnanna en bæjarstjórinn heimsótti 36 börn og fjölskyldur þeirra með bókina.

107 ára gömul og dansar eins og ung­lamb

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa.

Það bráð­vantar börn á leik­skólann á Hvann­eyri

Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri.

Mest skreytta jólahúsið í Hvera­gerði

Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum.

Mæðgur með mjög ó­venju­leg kerti á Sel­fossi

Kökukerti, mandarínukerti, ískerti, piparkökukerti, eftiréttakerti, jólatrjáakerti og bjórkerti eru meðal kerta, sem mægður á Selfossi búa til. Kertin sóta ekki og eru umhverfisvæn. Annar kertaframleiðandinn er aðeins sex ára.

Hafa varla undan við að verka harð­fisk í Sand­gerði

Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn.

Mat­vöru­markaðurinn harðnar og harðnar á Sel­fossi

Samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi harðnar og harðnar því Nettó var að opna þar þúsund fermetra verslun en fyrir er Nettó með aðra verslun í bæjarfélaginu, auk þess að vera með Krambúð. Bónus og Krónan eru líka á Selfossi.

Sjá meira