Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Um 10% af ferðamönnunum eru Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldsvæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum. 1.9.2025 20:03
BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér. 31.8.2025 20:04
Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. 31.8.2025 15:03
Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Þau voru ánægð leikskólabörnin og starfsmenn í leikskólanum þeirra þegar þau heimsóttu 89 ára gamlan harmonikuleikara og konu hans í Garðabænum þar sem var mikið sungið og spilað. 30.8.2025 20:05
Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt. 30.8.2025 12:12
Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. 24.8.2025 20:05
Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Íslandsmeistari í hrútaþukli verður krýndur í dag en mikil hrútahátíð fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þennan sunnudag. 24.8.2025 12:05
Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aðalskrautið á fuglunum. 23.8.2025 19:20
99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Rótgróin sveitahátíð fer fram á Borg í Grímsnesi í dag, sem er skipulögð af Kvenfélagi Grímsneshrepps og kallast Grímsævintýri. Meðal atriða dagsins er tombóla, sem er nú haldin í 99 sinn. 23.8.2025 12:05
„Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn „Beint frá býli“ dagurinn verður haldinn á morgun, sunnudaginn 24. ágúst frá 13 til 16 í hverjum landshluta. Um er að ræða fjölskylduvænan hátíðisdag þar sem neytendur geta heimsótt og kynnst lífi og starfi á lögbýli í sínum landshluta, smakkað og keypt vörur af öðrum smáframleiðendum á svæðinu og upplifað hvernig íslenskur matur verður til. 23.8.2025 08:04