Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. 28.10.2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. 28.10.2025 12:09
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28.10.2025 10:32
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28.10.2025 07:03
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. 27.10.2025 16:23
Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Þórdís Dröfn Andrésdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025 fyrir ljóðahandritið Síðasta sumar lífsins. Upphæð verðlaunafjár nemur einni milljón króna og kemur bókin út hjá bókaútgáfunni Benedikt. 27.10.2025 15:18
Barist upp á líf og dauða Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum. 27.10.2025 14:01
„Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ „Ég fór í ísbíltúr með Maroni Birni í fyrradag og ég get ekki hætt að hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði,“ segir rapparinn Aron Kristinn í TikTok-myndbandi sem hann birti nýverið. 27.10.2025 11:28
Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Rússnesk stjórnvöld hafa lengi málað upp gagnrýnisraddir innanlands sem handbendi erlendra óvina, fyrst og fremst Vesturlanda. Samsæriskenningar eru þannig notaðar sem stjórntæki í Rússlandi til að móta sýn heillar þjóðar. 27.10.2025 11:01
Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Snorri Helgason sýnir hvernig á að elda dýrindis smjörsteikta bleikju með ýmiss konar gúmmelaði á einni pönnu. Bleikjuna parar hann við smjörkennda hvítvínið Tessier Mersault frá 2022 og tónlist kántrísöngvarans Townes van Zandt. 24.10.2025 17:02