„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6.3.2025 09:46
Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi. 5.3.2025 21:41
Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR. 5.3.2025 19:56
„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. 5.3.2025 17:26
Bílarnir dregnir upp úr sjónum Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu. 5.3.2025 16:35
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28.2.2025 17:10
Séra Vigfús Þór Árnason látinn Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. 28.2.2025 08:32
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27.2.2025 22:10
Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu. 27.2.2025 20:11
Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. 27.2.2025 19:26