Komu hlaupara til aðstoðar í Vestmannaeyjum Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar. 6.5.2023 17:55
Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6.5.2023 16:39
Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6.5.2023 15:48
Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6.5.2023 14:30
Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6.5.2023 12:25
Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6.5.2023 11:12
Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5.5.2023 15:16
Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5.5.2023 13:12
Maki krókinn hjá bönkunum á kostnað heimila og neytenda Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rúmlega tuttugu milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Formaður Neytendasamtakanna segir að um gífurlegan hagnað sé að ræða. Hagnaðurinn sé drifinn áfram af stýrivaxtahækkunum Seðlabankans sem bitna einungis á lántakendum. 5.5.2023 11:55
Bein útsending: Sjá fram á aukna eftirspurn og fyrirsjáanleg vandamál Kynning á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar fer fram á Hótel Nordica í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum að beiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá hitaveitum í vetur. 5.5.2023 10:32