Heimili Grey's Anatomy stjörnu brann til kaldra kola Leikkonan Caterina Scorsone greindi frá því á Instagram-síðu sinni í dag að heimili hennar hafi brunnið til kaldra kola fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hún prísar sig sæla að í lagi sé með fólkið á heimilinu en syrgir á sama tíma gæludýrin fjögur sem dóu í eldsvoðanum. 4.4.2023 16:42
Paris Hilton birtir myndir af frumburðinum Raunveruleikastjarnan Paris Hilton hefur nú birt fyrstu myndirnar af frumburði sínum á Instagram-síðu sinni. Hilton og eiginmaður hennar Carter Reum eignuðust drenginn í janúar á þessu ári og fékk hann nafnið Phoenix Barron Hilton Reum. 4.4.2023 15:46
Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4.4.2023 11:10
Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. 4.4.2023 09:49
Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri. 4.4.2023 09:38
„Með BMW áhuga eiginlega síðan ég kom úr legi móður minnar“ Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fjórða þætti annarrar þáttaraðar er BMW i4 eDrive 40 tekinn fyrir. Um er að ræða afturhjóladrifinn BMW bíl sem er einungis knúinn af rafmagni. 4.4.2023 07:00
Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs. 3.4.2023 16:22
„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. 3.4.2023 16:05
Íslenskur kokkanemi vann Masterchef í Noregi Róbert Ómarsson, Íslendingur sem búsettur er í Noregi, stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef – Unge Talenter í Noregi. Hann er á þriðja ári í kokkanáminu og starfar sem kokkanemi á Michelin-veitingastað í Osló. 3.4.2023 15:58
Þrjátíu og fjögur stefnumót í nítján löndum Þegar Loni James lagði af stað í heimsreisu fyrir rúmu ári síðan var hún með einfalt markmið: Að fara á stefnumót með nýjum aðila í hverju landi sem hún heimsótti. Síðan þá hefur hún farið á alls þrjátíu og fjögur fyrstu stefnumót í nítján mismunandi löndum. 3.4.2023 13:03