Hjálpaði ljósmyndara sem hrasaði á kampavínslitaða dreglinum Ljósmyndari hrasaði er hann reyndi að taka myndir af söng- og leikkonunni Lady Gaga á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni. 13.3.2023 12:05
Varar við erfiðum akstursskilyrðum á Austurlandi Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við erfiðum akstursskilyrðum á austanverðu landinu í dag. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi fram á kvöld. 13.3.2023 10:00
Nálgast markmiðið óðfluga Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 10.3.2023 18:55
Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10.3.2023 16:41
Klappið umtalaða hjá Strætó vinnur til alþjóðlegra verðlauna Klappið, greiðslukerfi Strætó, hlaut alþjóðleg verðlaun sem veitt eru framúrskarandi lausnum á sviði rafrænna greiðslukerfa. Greiðslukerfið hefur verið nokkuð umtalað síðan það var tekið í gagnið og valdið mörgum notandanum hugarangri. 10.3.2023 14:52
Vörður tapaði 737 milljónum króna Tryggingafélagið Vörður tapaði 737 milljónum króna árið 2022. Neikvæð afkoma skýrist samkvæmt fyrirtækinu einkum af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamarkaði. Forstjóri Varðar segir rekstrarniðurstöðuna vera vonbrigði. 10.3.2023 14:14
Nú má heita Chloé og Gleymmérei Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. 10.3.2023 13:36
Örmagnaðist á göngu Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni. 10.3.2023 12:46
Hægt að sleppa við aukagjöld flugfélaga með klækindum Formaður Neytendasamtakanna segir fáránlegt að flugfélög rukki fólk fyrir að sitja með börnum sínum. Hann segir frá vinkonu sinni sem sleppir við aukagjöld með klækindum. 10.3.2023 11:24
Árni ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar Árni Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar. Hann tekur við starfinu af Herði Gunnarssyni sem hefur gegnt því undanfarin tuttugu og tvö ár. 10.3.2023 11:19