Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum. 20.6.2023 22:57
„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. 19.6.2023 20:00
Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. 16.6.2023 22:29
„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. 13.6.2023 22:53
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13.6.2023 13:02
Sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu muni dýpka enn frekar í haust Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. 12.6.2023 19:30
Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. 12.6.2023 13:13
Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa. 6.6.2023 22:51
„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. 6.6.2023 11:52
Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. 5.6.2023 17:49