Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stöðva tímabundið bólusetningar hér á landi með bóluefni frá AstraZeneca. Tilkynningar hafa borist um blóðtappa í kjölfar bólusetninga með efninu í Evrópu og þar af eitt dauðsfall í Danmörku og í Austurríki. 11.3.2021 11:38
Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11.3.2021 10:14
Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11.3.2021 07:39
Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn. 11.3.2021 06:46
Krafa lögreglu um að fella niður skipun Steinbergs sem verjanda samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í morgun kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að fella niður skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Íslendingsins í Rauðagerðismálinu svokallaða. 10.3.2021 11:07
Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. 9.3.2021 15:25
„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. 9.3.2021 13:41
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9.3.2021 12:29
Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8.3.2021 16:54
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að atburðarásinni er ekki lokið. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. 5.3.2021 11:27