Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Hin 24 ára gamla Julia Wandelt sem um árabil hefur sagst vera Madeilene McCann hefur verið fundin sek um áreiti í garð fjölskyldu hinnar týndu stúlku og dæmd til sex mánaða fangelsisvistar. Henni verður auk þess gert að halda sig fjarri fjölskyldunni til framtíðar. 7.11.2025 13:45
Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Nýr baðstaður og hótel Bláa lónsins við Hoffellsslón og Hoffellsjökul á Suðausturlandi á að vera bygging á heimsmælikvarða og er ætlað að verða nýtt kennileiti í ferðaþjónustu Íslands og munu færustu hönnuðir verða fengnir til þess að hanna staðinn. Gestir eiga að geta upplifað allt í senn; heitar laugar, Hoffellsjökul, Hoffellslón og Vatnajökul. 7.11.2025 07:00
Love Island bomba keppir í Eurovision Bresk-kýpverska söngkonan og Love Island stjarnan Antigoni Brixton verður fulltrúi Kýpur í Eurovision árið 2026 í Vín. Keppnin fer fram í sjötugasta skipti og er Antigoni fyrsti keppandinn sem tilkynntur er til leiks. 6.11.2025 15:23
Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Samkeppnishæfni Íslands hefur versnað mjög hratt og er orðin mjög lök. Útlit er fyrir „hrollkaldan vetur“ vegna minnkandi útflutnings og lægri gjaldeyristekna að mati greinanda. Þó er eitt ljós í myrkrinu fyrir árið 2026, vextir ættu að lækka. 6.11.2025 13:10
Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð. 6.11.2025 12:40
Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. 6.11.2025 11:04
Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Klettaskóli og Langholtsskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldi sem fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld miðvikudagskvöld. 5.11.2025 23:04
Jóhanna ætlar ekki aftur fram Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Framsóknar ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Hún greinir frá þessu í aðsendri grein á Vísi. 5.11.2025 22:37
Hálft ár af hári Einar Bárðarson þúsundþjalasmiður með meiru er búinn að vera með hár á höfðinu í hálft ár, upp á dag. Sex mánuðir eru síðan hann fór til Tyrklands ásamt félaga sínum Baldri Rafn Gylfasyni hárgreiðslumeistara og undirgekkst hárígræðslu. 5.11.2025 21:51
Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið sinn síðasta bæjarstjórnarfund í Hafnarfirði. Þetta tilkynnti hún í lok bæjarstjórnarfundar í dag. 5.11.2025 21:12