Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11.11.2023 10:23
Heppilegt að fáir bátar hafi verið í höfn í Grindavík Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar segir það heppilegt að nú sé sá tími árs þar sem fáir bátar eru við höfn í Grindavík. Hann telur um 20 til 30 báta enn vera við höfn. 11.11.2023 10:07
Upplýsingafundur almannavarna í hádeginu Upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og rýmingar í Grindavíkurbæ verður haldinn klukkan 12:00 í dag. 11.11.2023 09:50
Vaktin: Ekki víst að gosórói sjáist á mælum áður en gos hefst Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið. 11.11.2023 08:36
Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. 10.11.2023 16:50
Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10.11.2023 15:32
Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. 10.11.2023 14:56
Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum. 10.11.2023 14:08
Mótmæla breytingum á leikskólagjöldum á Akureyri Stéttarfélög á Akureyri saka meirihlutann í bænum um sjónhverfingar í leikskólamálum vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskólagjalda fyrir árið 2024. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjö stéttarfélög skrifa undir. 10.11.2023 13:40
Sjúklingar biðu í sjúkrabíl fyrir utan spítalann Sjúklingar sem fluttir voru með sjúkrabíl á slysadeild undanfarinn sólarhring þurftu á tímabili í gær að bíða fyrir utan slysadeild í rúmar þrjátíu mínútur í sjúkrabílunum, svo hægt væri að taka á móti þeim á deildinni. 10.11.2023 11:20