Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Standandi lófa­klapp fyrir Ljós­broti í Toronto

Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Frum­sýning á Vísi: Lands­liðs­maður gefur út lag með pabba sínum

Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni.

Svindlið verður að út­varps­leik­riti með Sölva Tryggva

Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa.

Mætti á nær­fötunum einum klæða

Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt.

Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA

Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 

⁠Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann

Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu.

Gat varla gengið en hljóp hálf­mara­þon

Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt.

Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endur­bætur

Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda.

Endurvekur mis­heppnuðustu úti­há­tíð heims

Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum.

Sjá meira