Dálítil rigning norðanlands en bjart sunnanlands Búist er súld eða dálítilli rigningu norðanlandsí dag en á sunnanverðu landinu verður bjart með köflum og nokkuð milt, hiti víða á bilinu 12 til 17 stig, en þó eru líkur á stöku síðdegisskúrum. 20.7.2024 09:14
Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 20.7.2024 08:52
Fundu talsvert magn fíkniefna Karl og kona voru handtekin og færð til yfirheyrslu í gær vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Lögregla kannaði málið vegna maríjúanalyktar. 20.7.2024 08:32
Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás Þrír erlendir ferðamenn voru í gær handteknir vegna gruns um meiriháttar líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. 20.7.2024 07:32
Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. 19.7.2024 15:29
„Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. 19.7.2024 11:06
„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. 18.7.2024 16:07
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18.7.2024 13:00
Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. 18.7.2024 10:42
Sautján milljóna króna greiðslan vekur hneykslan Konur í fræðasamfélaginu hafa hneykslast á skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu, sem greinandi hjá CCP vann að beiðni tveggja ráðherra. Bæði vekur há upphæð, sem greidd var fyrir skýsluna, athygli en einnig inntak skýrslunnar og framsetning. 17.7.2024 15:52