Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­réttur komi fram við á­kæru­valdið eins og lítið barn

„Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. 

Vill skipa í ríkis­stjórn eftir eigin höfði

Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins.

Reksturinn þungur í kjöl­far „yfir­gangs og af­skipta lög­reglu“

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 

„Við þurfum að fá ein­hver við­brögð“

Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 

Missti allar tærnar þrjá­tíu árum eftir að konan skar undan honum

Bandaríkjamaðurinn John Wayne Bobbitt á í erfiðleikum með að halda útlimum sínum. Fyrir þrjátíu árum skar fyrrverandi eiginkona hans getnaðarlim hans af honum á meðan hann svaf. Nú, þrjátíu árum síðar, hefur hann misst allar tærnar af völdum fjöltaugakvilla sem á rætur sínar að rekja til mengaðs vatns á bandarískri herstöð.

Spánski verður Daisy

Spánski barinn að Ingólfsstræti 8 mun heyra sögunni til. Í hans stað mun koma barinn Daisy, að sögn nýrra eigenda.

Kveður Tjarnar­bíó: „Of lítið og of seint“

Sara Martí Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem leikhússtýra Tjarnarbíós. Hún kveðst hafa reynt allt til að láta rekstur leikhússins ganga upp, en meira þurfi til frá ríki og borg. 

Steldu stíl nýja ráð­herrans

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hún mætti skelegg til leiks og setti tóninn með djörfum fatastíl á fyrsta degi sem ráðherra. Vísir rýndi nánar í fatastíl þingmannsins úr Norðausturkjördæmi. 

Út­koman sem allir óttuðust

Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 

Sjá meira