Vegabræði í Breiðholti endaði með árás Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega. 10.7.2024 13:59
Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. 10.7.2024 12:58
„Ég fer ekki í búr eins og dýr“ Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. 10.7.2024 11:21
Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. 9.7.2024 23:21
Fyrsta stiklan úr Gladiator II Fyrsta stikla stórmyndarinnar Gladiator II undir leikstjórn sjálfs Ridley Scott hefur litið dagsins ljós. Myndin er sjálfstætt framhald af Skylmingaþrælnum sem kom út árið 2000 og tekinn er upp þráðurinn einhverjum 25 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar. 9.7.2024 21:36
Atlantshafsbandalagið heldur upp á 75 ára afmæli Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman á fundi í Washington. Fundurinn markar 75 ár frá stofnun bandalagsins, auk þess sem hann verður sá síðasti í tíð Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra. 9.7.2024 21:02
Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.7.2024 20:42
BYKO kærir vegna sniðgöngulímmiða Einstaklingur sem setti límmiða til að hvetja til sniðgöngu ísraelskra vara í Byko hefur verið kærður fyrir eignaspjöll. Sigurður Pálsson forstjóri segir fyrirtækið taka hart á þjófnaði og eignaspjöllum en að það taki ekki afstöðu til skoðana fólks. 9.7.2024 19:39
Skráðir í þjóðkirkjuna gætu orðið minnihluti innan nokkurra ára Skráðum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um að meðaltali 1,86 prósentustig á ári síðastliðinn fimm ár. Haldi þessi þróun áfram verða Íslendingar skráðir í þjóðkirkjuna minnihluti landsmanna eftir fjögur ár. 9.7.2024 18:28
Beinin sem fundust virðast vera af dýri Lögreglan segir að bein sem fundust við gatnaframkvæmdir í miðborg Reykjavíkur í morgun virðist við fyrstu skoðun vera af dýri. 9.7.2024 17:39