Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Akra­nes verða svefnbæ

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun.

Frakkar ganga til sögu­legra kosninga

Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða.

Jon Landau er látinn

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli.

Ís­lendingar byrja vel á heims­meistara­móti öldunga í skák

Heimsmeistaramót landsliða öldunga í skák fer fram þessa dagana í Kraká í Póllandi og lið Íslands er í öðru sæti með sjö stig af átta mögulegum eftir fjórar umferðir af níu. Í dag fer fram viðureign íslenska liðsins og þess ítalska sem leiðir á mótinu með átta stig af átta mögulegum.

Fannst fyrir botni Birnudals

Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Segir menn hafa skotið á gröfu­mann við vinnu

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929.

Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi

Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær.

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.

Sjá meira