Fékk að vita tímann á bráðamóttökunni Dagur Lárusson sló metið sitt í maraþonhlaupi um heilar fimmtíu mínútur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en þurfti hins vegar að fagna því með næringu í æð á bráðamóttöku Landspítalans. 24.8.2024 21:10
Hraun renni yfir svæði mengað af sprengjum Hraun úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rennur yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá veru bandaríska hersins á svæðinu á sjötta áratug síðustu aldar. 24.8.2024 20:23
Stærsta gosið til þessa Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. 24.8.2024 19:54
Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. 24.8.2024 17:51
Lögregla hafði afskipti af „ungum jedi-riddara“ sem skelfdi vegfarendur Lögregla hafði afskipti af „ungum jedi-riddara“ við æfingar með geislasverð á gangstétt í Reykjavík þar sem æfingar hans voru að skelfa gangandi vegfarendur. Lögregla ræddi við manninn og hann lofaði að finna æfingum sínum betri stað. 24.8.2024 17:26
Ólafur Ragnar ávítar breskan fjölmiðil Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna. 24.8.2024 17:14
Fólk í öllum flokkum ágætt og meingallað í senn Heimir Már Pétursson er einn helsti stjórnmálablaðamaður Íslands og hefur verið í fjölmiðlabransanum lengur en flestir. Sindri Sindrason kíkti til Heimis í morgunkaffi á litla, krúttlega heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. 24.8.2024 10:00
Allt bendi til samsæris gegn íslensku þjóðinni Formaður Leigjendasamtakanna sakar stjórnvöld um að vísvitandi búa til þjóðfélagshóp sem búi ekki við húsnæðisöryggi og segir staðan á leigumarkaði talsvert verri en tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefa til kynna. 23.8.2024 14:02
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23.8.2024 13:45
Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er. 23.8.2024 12:08