Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Enska bikarkeppni karla í knattspyrnu, sú elsta og virtasta, heldur áfram í dag og er meðal þess sem sýnt er beint frá á rásum Stöðvar 2 Sport. Nóg er um að vera og þar má til að mynda nefna Körfuboltakvöld sem færir sig frá föstudegi til laugardags. 1.3.2025 06:02
Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla. 28.2.2025 23:00
Embiid frá út leiktíðina Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki spila meira á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. 28.2.2025 22:46
Asensio skaut Villa áfram Úrvalsdeildarlið Aston Villa er komið í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Cardiff City sem leikur í ensku B-deildinni. 28.2.2025 22:08
Albert kom við sögu í naumum sigri Framherjinn Albert Guðmundsson kom við sögu í 1-0 sigri Fiorentina á Lecce í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu. Þórir Jóhann Helgason kom einnig inn af bekknum í liði gestanna. 28.2.2025 21:50
Bayern kom til baka gegn Stuttgart Bayern München vann 3-1 útisigur á Stuttgart eftir að lenda marki undir þegar liðin mættust í efstu deild þýska karlafótboltans. 28.2.2025 21:35
Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Þór Þorlákshöfn vann hádramatískan sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Bónus deild karla í körfubolta, lokatölur 94-91. 28.2.2025 21:24
Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri Al Orubah á Al Nassr í efstu deild Sádi-Arabíu. Cristiano Ronaldo lék allan leikinn fyrir Al Nassr en komst ekki á blað. 28.2.2025 21:00
Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Fortuna Düsseldorf varð af gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í efstu deild þýska fótboltans þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Greuther Fürth. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark heimaliðsins. 28.2.2025 19:31
Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. 28.2.2025 18:00