Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17.1.2025 15:41
Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Óvissustigi var lýst yfir á þriðjudaginn eftir töluverðar skjálftavirkni við Bárðarbungu degi áður en lítil virkni hefur greinst á svæðinu síðan þá. 17.1.2025 14:55
Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17.1.2025 14:02
Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hefur heitið umfangsmiklum aðgerðum á sínum fyrsta degi í embætti. Sjálfur sagðist hann hafa undirbúið um hundrað forsetatilskipanir sem hann mun geta skrifað undir þegar hann tekur embætti. 17.1.2025 13:19
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17.1.2025 09:27
Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. 16.1.2025 16:25
Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. 16.1.2025 16:01
Ný Switch kynnt til leiks Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 16.1.2025 13:47
Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. 16.1.2025 12:01
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16.1.2025 11:06