Tók 12 ár að breyta reglum um bætur vegna seinkun flugferða Aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að lengja tímann sem seinka megi flugferðum þar til farþegar eigi rétt á bótum. Ákvörðunin tók tólf ár. 7.6.2025 23:39
Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti WorldPride hátíðina í Bandaríkjunum sem fer fram um helgina. Gleðigangan fór fram í dag en hún var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. 7.6.2025 22:25
Fékk sér Stöð 2 húðflúr í beinni útsendingu Oddur Ævar Gunnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skellti sér í heimsókn á árlegu húðflúrráðstefnuna Icelandic Tattoo Convention. Hann lét sér ekki nægja að fara einungis í heimsókn heldur fékk hann sér Stöð 2 húðflúr í leiðinni. 7.6.2025 21:27
70 milljóna króna halli vegna uppsagnar samningsins Vinnumálastofnun sagði upp samningum við þrjú sveitarfélög um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áhrif uppsagnarinnar geta leitt til allt að sjötíu milljóna króna halla hjá Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur þjónustað umsækjendurna frá árinu 2004. 7.6.2025 20:41
Ók á gangandi vegfarenda og keyrði burt Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys þar sem ekið var á gangandi vegfarenda. Ökumaðurinn stöðvaði ekki á slysstað heldur keyrði á brott. 7.6.2025 17:20
Umræðu um bókun 35 aftur frestað Þingfundi á Alþingi lauk um tuttugu mínútur yfir fjögur en þá hafði hann staðið í um sex klukkustundir. Umræður um frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 á Alþingi höfðu þegar staðið í sex klukkustundir á föstudagskvöld þegar henni var frestað fram á laugardagsmorgun. Umræðunni hefur aftur verið frestað fram á þriðjudag. 7.6.2025 15:38
Fimm frumvörp fjögurra ráðuneyta samþykkt Fimm frumvörp til laga voru samþykkt á Alþingi í dag. Til umræðu voru alls kyns málefni líkt og samræmt námsmat grunnskólanema, listar á landamærunum, sorgarleyfi foreldra og framseldir sakamenn. 6.6.2025 23:43
Klara Baldursdóttir er látin Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, er látin. Hún var 74 ára að aldri. Hún lætur eftir sig tvo syni. 6.6.2025 23:24
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna göngumanns Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns á Hafnarfjalli sem slasaði sig. 6.6.2025 23:05
Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6.6.2025 21:04