Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. 4.8.2025 13:57
Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. 4.8.2025 12:02
Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. 4.8.2025 11:02
Allir blása í Landeyjahöfn Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu. 4.8.2025 10:57
Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Fimm karlmenn í kringum tvítugt voru vistaðir í fangaklefa á Akureyri eftir að hópslagsmál komu upp. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. 4.8.2025 10:42
Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunnar, fylltust í nótt. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Þórisvatn fyllist. 4.8.2025 10:28
Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. 4.8.2025 09:43
Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. 4.8.2025 09:07
Tugir drukknuðu og margra enn saknað 68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað. 4.8.2025 08:06
Einn handtekinn vegna líkamsárasar Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna en lögregla vistaði viðkomandi í fangageymslu vegna rannsókn málsins. 4.8.2025 07:25