Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sturluð loka­um­ferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik?

Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum.

ÍR og ný­liðarnir á toppnum

Eftir tvær umferðir af Olís-deild kvenna í handbolta eru það aðeins ÍR-ingar og nýliðar KA/Þórs sem enn eru með fullt hús stiga. Heil umferð var spiluð í dag.

Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum

Eftir að hafa verið á markaskónum með íslenska landsliðinu lék Andri Lucas Guðjohnsen sinn fyrsta leik fyrir Blackburn í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur gegn Watford í ensku B-deildinni í fótbolta.

Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýska­lands

Ísak Bergmann Jóhannesson virtist ætla að reynast hetja Kölnar í dag, í efstu deild Þýskalands í fótbolta, með jöfnunarmarki gegn Wolfsburg í uppbótartíma. Hann jafnaði metin í 2-2 en leiknum lauk með 3-3 jafntefli.

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Heims­met­hafinn hélt út

Heimsmethafinn Beatrice Chebet frá Kenía bætti við titlasafn sitt á fyrsta degi HM í frjálsum íþróttum þegar hún hljóp til sigurs í spennandi 10.000 metra hlaupi.

Zubimendi með tvö í frá­bærum sigri

Arsenal vann frábæran 3-0 sigur gegn Nottingham Forest í fyrsta leiknum eftir landsleikjahlé í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Spánverjinn Martin Zubimendi skoraði tvö markanna með afar laglegum hætti.

Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu

Kamerúnski spretthlauparinn Emmanuel Eseme sker sig nokkuð úr á HM í frjálsíþróttum. Hann var markvörður hjá áhugamannaliði í fótbolta en sneri sér svo að frjálsíþróttum 24 ára gamall og starfar samhliða því sem umhverfisverkfræðingur.

Sjá meira