„Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29.9.2025 10:02
Hefur enga trú lengur á Amorim Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. 29.9.2025 09:31
Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. 29.9.2025 09:10
Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Elmar Kári Enesson Cogic skoraði afar dýrmætt mark með ótrúlegum hætti fyrir Aftureldingu gegn KA í gær, beint úr hornspyrnu, í Bestu deildinni í fótbolta. Mörkin úr leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. 29.9.2025 08:29
Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 29.9.2025 08:00
Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Elísa Kristinsdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir náðu frábærum árangri á HM í utanvegahlaupum á Spáni í dag, þegar keppt var í 82 kílómetra hlaupi. 27.9.2025 16:49
Bandaríkin með bakið upp við vegg Evrópa vann 3-1 í fjórmenningi dagsins í Ryder-bikarnum í golfi í New York og er komin með fimm vinninga forskot á Bandaríkin fyrir fjórboltann nú síðdegis. 27.9.2025 16:29
Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Manchester City átti ekki í vandræðum með að leggja nýliða Burnley að velli á heimavelli sínum í dag, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leeds missti sigur niður í 2-2 jafntefli í lokin gegn Bournemouth. 27.9.2025 15:56
Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Eddie Nketiah reyndist hetja Crystal Palace með sigurmarki seint í uppbótartíma gegn meisturum Liverpool í dag, í 2-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 27.9.2025 13:32
Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, eftir 3-1 tap gegn Brighton á heimavelli í dag. 27.9.2025 13:32