Íslandsvinur og „einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma“ látinn Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera er látinn, 94 ára að aldri. Að sögn Friðriks Rafnssonar, þýðanda verka hans, var hann að mati margra einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. 12.7.2023 12:02
Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. 12.7.2023 11:44
Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. 11.7.2023 23:28
Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. 11.7.2023 22:39
Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11.7.2023 21:35
Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11.7.2023 21:14
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11.7.2023 20:54
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í eldgosinu á Reykjanesi. Fólk hefur streymt að gosinu í dag, misjafnvel vel búið til langrar göngu þótt veðrið sé gott. En um tuttugu kílametra ganga er fram og til baka að gosinu frá bílastæðinu við Suðurstrandarveg. 11.7.2023 18:00
Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11.7.2023 17:57
Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka. 11.7.2023 06:02